Er 365 lélegasta fyrirtæki landsins í þjónustu við viðskiptavini?

Versta þjónusta sem ég hef fengið er hjá fyrirtækinu 365. Erindið var að fá sent til mín með e-pósti afrit af reikningi frá 365 sem ekki barst í rafræn skjöl í heimabankann.

1.- Farið í vef 365, þar fyllt út eyðublað "beiðni um aðstoð". Aldrei svarað.
2.- Hringt í 1817, þar 12. í röðinni, skil eftir símanúmer, fæ það endurtekið og samþykki sem rétt. 365 hringir svo í þig -- nema aldrei var hringt.
3.- Sendi beiðnina með e-pósti. Fæ svar um að mikið álag sé á póstinn, óvíst hvenær verði unnt að svara. Hringja frekar í 1817.
4.- Hringi í 1817 um leið og þar opnar næsta morgun, svarað að ég sé "fyrstur í röðinni" og heyri þau skilaboð endurtekin næsta korterið. Fæ á endanum samband við starfsmann í "reikningum" og ber upp erindið. Fæ að vörmu spori e-póst frá viðkomandi starfsmanni með afrit af reikningi frá 365 -- bara ekki afrit af þeim reikningi sem ég tilgreindi og bað um.
5. - Sendi til baka póst á "reikninga", segi að ég hafi fengið afrit af röngum reikningi og tilgreini hver sé sá rétti. Þremur tímum seinna hefur ekkert svar borist.
6. - Hringi enn í 1817, þar sem ég reynist vera "sextándi í röðinni", gef upp símanúmerið mitt til að 365 hringi til baka. Er svo nú að skrifa þennan pistil meðan ég bíð eftir símtalinu.

Hálftíma síðar var hringt frá 365. Fékk ég samband við "reikninga" þar sem starfsmaður lofar að senda afrit af reikningnum sem ég bað um. Svo er bara að bíða og sjá, en þetta stúss er búið að taka sinn tíma frá því ég reyndi fyrst að hafa samband við fyrirtækið fyrir viku síðan.

Nú eru þrír tímar liðnir frá síðasta samtali við starfsmann 365 - og ekkert afrit borist enn af reikningnum sem ég bað ym


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigvaldi Friðgeirsson
Sigvaldi Friðgeirsson

Eldri borgari - lífeyrisþegi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband